Hertar sóttvarnaráðstafanir frá og með 25. mars

Í ljósi hertra sóttvarnaráðstafana á landinu er ljóst að áhrifa mun gæta víða í samfélaginu okkar. Reglurnar taka gildi á miðnætti í dag og gilda í þrjár vikur.

  • Starf í grunnskóla Snæfellsbæjar fellur niður fram að páskafríi
  • Starf í tónlistarskóla fellur niður fram að páskafríi
  • Sundlaugin í Ólafsvík og Lýsulaugar loka
  • Íþróttastarf í íþróttahúsi er óheimilt

Auk þess verða samkomur almennt takmarkaðar við 10 manns að hámarki og gildir um alla sem eru fæddir fyrir árið 2015, líkamsræktarstöðvar loka og einhverjar takmarkanir verða í og við verslanir. Við ítrekum og áréttum mikilvægi þess að íbúar haldi áfram að fylgja fyrirmælum yfirvalda og rétt að minna íbúa á að fylgjast vel með fréttaflutningi og öðrum tilkynningum frá Snæfellsbæ.