Hinseginhátíð Vesturlands í Snæfellsbæ í sumar
Hinsegin Vesturland stendur fyrir Hinseginhátíð Vesturlands. Félagið var stofnað 11. febrúar 2021 og er tilgangur félagsins að auka sýnileika, stuðning og fræðslu og efla tengslanet hinsegin fólks á Vesturlandi, auk aðstandenda þeirra og velunnara. Félagið hélt fyrstu Hinseginhátíð Vesturlands í Borgarnesi sl. sumar þar sem gleði og litadýrð einkenndi mannlífið.
Hinseginhátíð Vesturlands flakkar á milli þéttbýlisstaða á Vesturlandi næstu árin og verður sem fyrr segir hjá okkar hér í Snæfellsbæ í sumar. Dagskrá er þegar í vinnslu og útlit fyrir að það verði líf og fjör í sveitarfélaginu á meðan fjölbreytt dagskrá hátíðarinnar stendur yfir, en þó má gera ráð fyrir að hátíðin nái hámarki á laugardeginum þegar fjölbreytileikanum verður fagnað með Gleðigöngu til að styðja við réttindabaráttu hinsegin fólks á Vesturlandi.
Hægt er að fylgjast með viðburði á Facebook og sjá þar upplýsingar þegar þær berast.