Hjörtur og Davíð Svanur keppa í Samfés

Söngkeppni Samfés er haldin í Laugardalshöll á morgun frammi fyrir 3000 áhorfendum og myndavélum Ríkissjónvarpsins, en keppnin er í beinni útsendingu á RÚV.

Á meðal keppanda verða tveir söngglaðir snillingar úr Snæfellsbæ, þeir Davíð Svanur Hafþórsson og Hjörtur Sigurðsson, sem flytja frumsamið lag um mömmur sínar. Lagið heitir „Takk fyrir“ og á alveg örugglega eftir að kremja nokkur hjörtu.

Keppnin hefst kl. 13:00 og verður eins og áður segir í beinni útsendingu á RÚV. Strákarnir eru númer þrjú í röðinni og áætlað er að þeir stígi á svið kl. 13:13.

Við hvetjum alla sem tök hafa á til að hafa rétt stillt á morgun og fylgjast með strákunum á sviði Laugardalshallarinnar. Áfram strákar!