Hjúkrunarfræðingur eða hjúkrunarnemi óskast á Jaðar í sumar
14.03.2023 |
Fréttir, Laus störf
Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar í Ólafsvík auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi eða hjúkrunarnema í 80-100% starf í afleysingum frá 1. júlí - 15. ágúst 2023.
Á Jaðri eru 16 hjúkrunarrými og 2 dvalarrými. Er aðstaða íbúa og starfsmanna mjög góð. Vinnufyrirkomulag eftir samkomulagi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Skipulag og umsjón almennrar hjúkrunar á heimilinu.
Umsóknarfrestur til 15. apríl.
Laun skv. kjarasamningi FÍH og sveitarfélaga. Möguleg aðstoð við útvegun húsnæðis.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Erla Sveinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, í síma 865-1525 eða á netfanginu sigrunerla@snb.is. Umsóknir berist í gegnum starfasíðu Snæfellsbæjar hjá Alfreð.