Hugmyndasöfnun fer vel af stað

Samráðsverkefnið Betri Snæfellsbær fer vel af stað. Opnað var fyrir tillögur um framkvæmdir og viðhaldsverkefni frá íbúum Snæfellsbæjar nú fyrir helgi og hafa þegar borist sjö tillögur.

Betri Snæfellsbær virkar þannig að allir geta sett fram tillögu að framkvæmd, stórri sem smárri, og fært rök fyrir nauðsyn þess að ráðast í hana. Aðrir íbúar geta svo farið inn á vefsvæðið og sýnt hugmyndum stuðning með því að smella á hjarta og skrifa rök með tilteknum hugmyndum.

Hugmyndasöfnunin stendur yfir til 19. október næstkomandi. Að þeim tíma loknum tekur tæknideild Snæfellsbæjar innsendar tillögur til skoðunar og metur þær út frá gæðum, umfangi og undirtektum íbúa. Að því loknu verða þær lagðar fyrir umhverfis- og skipulagsnefnd sem tekur þær til formlegrar meðferðar. Það er því mikilvægt að sjónarmið íbúa skili sér í gegnum vefsvæðið.

Smelltu hér til að fara á Betri Snæfellsbær.

Meðfylgjandi eru þær tillögur sem hafa borist:

  • Skautasvell í miðbæinn
  • Afþreying fyrir börn í Rifi
  • Hundasvæði í Snæfellsbæ
  • Hjólarampur
  • Útilíkamsræktarstöð
  • Uppbygging á Sáinu
  • Laga gangstéttir við Grundarbraut og Hábrekku