Hunda- og kattahreinsun mánudaginn 31. mars

Mánudaginn 31. mars 2025 verður hunda- og kattahreinsun í Áhaldahúsinu í Ólafsvík sem hér segir:

  • Hundahreinsun verður mánudaginn 31. mars frá kl. 13:00 – 16:00.
  • Kattahreinsun verður mánudaginn 31. mars frá kl. 16:00 – 17:00.

Þeim sem láta hreinsa og bólusetja hunda og ketti annars staðar er bent á að koma tilkynningum eða skírteinum um slíkt til bæjarskrifstofu.

Eigendum óskráðra hunda og katta er bent á að skrá þá þegar í stað. Viðeigandi eyðublöð má finna hér að neðan.

Við hvetjum fólk til að mæta með hunda og ketti í hreinsun, hvort sem þeir eru skráðir eða óskráðir.

    Eyðublöð: