Íbúafundur um sameiningarviðræður Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps
Fundurinn er opinn öllum íbúum og fer fram í félagsheimilinu Breiðabliki í Eyja- og Miklaholtshreppi. Fundinum verður einnig streymt á Facebook-síðu Snæfellsbæjar. Slóð inn á streymið verður aðgengileg á vefsíðum sveitarfélaganna þegar nær dregur.
Á fundinum verður kynning á stöðu verkefnisins, umfjöllun um stöðu málaflokka í starfsemi sveitarfélaganna og mögulegar breytingar ef til sameiningar kemur. Samstarfsnefndin hvetur íbúa þess að taka þátt annað hvort með því að mæta á svæðið eða vera þátttakandi í gegnum fjarfundarbúnað, kynna sér málin og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
Á fundinum verður notað rafræna samráðskerfið menti.com svo allir sitji við sama borð, þ.e. þeir sem mæta á fundarstað og þeir sem fylgjast með streymi. Auk þess verður boðið upp á spurningar og ábendingar úr sal.
Til að taka þátt á menti.com þarf að hafa síma, snjalltæki eða tölvu og fara inn á síðuna menti.com. Slá þar inn töluröð sem gefinn verður upp á fundinum og þá opnast samráðskerfið.
Upptaka frá fundinum verður aðgengileg á heimasíðu verkefnisins, snaefellingar.is, að fundi loknum.
Við vonumst til að sjá sem flesta!