Íbúum Snæfellsbæjar fjölgaði árið 2018
28.01.2019 |
Fréttir
Íbúum Snæfellsbæjar fjölgaði um 2,6% eða 43 manns á síðasta ári skv. talningu Þjóðskrár Íslands. Samkvæmt sömu gögnum voru íbúar 1680 talsins undir lok síðasta árs og Snæfellsbær þriðja fjölmennasta sveitarfélagið á Vesturlandi.
Hlutfallsleg fjölgun íbúa á Vesturlandi árið 2018 var að meðaltali 2,0% sé litið til allra sveitarfélaganna í landshlutanum. Á Vesturlandi var mesta fjölgun íbúa á Akranesi þar sem fjölgaði um 196 manns eða 2,7%. Hlutfallsleg fjölgun var þó mest í Helgafellssveit þar sem fjölgaði um fjóra eða 6,8%.