Jöklarar í brons

Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir ætlar að láta steypa styttuna „Jöklarar“, sem staðsett er í sjómannagarðinum á Hellissandi, í brons. Nú er svo komið að styttan liggur undir skemmdum og nauðsynlegt að bjarga styttunni áður en það verður um seinan.

Flytja þarf styttuna til Þýskalands til viðhalds og er heildarkostnaður um 6.400.000 kr. með flutningi. Nefnd slysavarnadeildarinnar telur það ábyrgðarhlut að varðveita styttuna og standa vonir til þess að styttan verði send til Þýskalands í haust á þessu ári.

Slysavarnadeildin hefur haldið úti minningarsjóði til að standa undir kostnaði á viðhaldi, en betur má ef duga skal og leitar deildin eftir fjárstyrkjum til að geta klárað verkefnið. Áhugasömum er bent á að hafa samband við slysavarndadeildina.

Um Jöklara

Styttan er minnisvarði um sjómenn frá Hellissandi og Rifi sem farist hafa á sjó og hefur

 

frá fyrsta degi sett sterkan svip á Sjómannagarðinn. Styttan, sem er eftir Ragnar Kjartansson, var gefin af Slysavarnadeildinni og vígð árið 1974.