Jólahúsin í Snæfellsbæ 2020
Í gær voru veittar viðurkenningar fyrir fallegar jólaskreytingar á húsum í Snæfellsbæ.
Menningarnefnd Snæfellsbæjar óskaði fyrr í desember eftir tillögum frá íbúum um hús í Snæfellsbæ sem þykja fallega skreytt í tilefni jólahátíðarinnar. Að þessu sinni var ákveðið að verðlauna fallegasta jólagluggann og best skreytta garðinn til viðbótar við hið eiginlega Jólahús Snæfellsbæjar.
Innsendar tillögur íbúa rímuðu vel við hugmynd menningarnefndar að Guðrún Halla og Davíð Óli á Túnbergi á Hellissandi skyldu fá viðurkenningu fyrir Jólahús Snæfellsbæjar þetta árið.
Erla Laxdal og Ársæll á Laufási á Hellissandi fengu viðurkenningu fyrir fallegasta jólagluggann.
Sigurlaug Konráðsdóttir og Haraldur Yngvason á Arnarstapa fengu viðurkenningu fyrir bestu garðskreytinguna.
Við óskum þeim öllum til hamingju og sendum bestu þakkir á alla sem gleðja nágranna og vini með fallegum jólaskreytingum.