Jólaþorp í Átthagastofu 1. desember
14.11.2018 |
Fréttir
Menningarnefnd Snæfellsbæjar stendur í fyrsta sinn fyrir Jólaþorpi í Átthagastofu Snæfellsbæjar. Jólaþorpið verður haldið laugardaginn 1. desember frá kl. 13 - 17.
Að sjálfsögðu verður jólastemming í hávegum höfð með lifandi jólatónlist, jólasveinum og hinu víðfræga jólaglöggi Ragnheiðar Víglunds.
Nú þegar hafa veitingarstaðir í bænum boðað komu sína ásamt nokkrum fyrirtækjum og einyrkjum. Eins er stefnt að því að afhending á vegum REKO Vesturland verði á sama tíma í Snæfellsbæ.
Enn eru laus pláss svo ef þú vilt vera með og gera frábæra skemmtun enn betri er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á menningarnefnd@snb.is.