Jólaþorp Snæfellsbæjar 1. desember 2021

Lifandi tónlist og ilmur af ristuðum möndlum í loftinu, jólaglögg í glasinu og vinir og kunningjar á hverju strái.

Jólaþorp Snæfellsbæjar verður haldið 1. desember í ár. Jólaþorpið var fyrst haldið í Átthagastofu Snæfellsbæjar árið 2018 þar sem færri komust að en vildu. Ári síðar var ákveðið að færa viðburðinn í félagsheimilið Klif og tókst vel til. Ekkert varð af jólaþorpinu í fyrra, en nú er komið að því að halda það aftur og verður það aftur í félagsheimilinu Klifi.

Ýmislegt verður í boði fyrir gesti og gangandi auk þess sem fyrirtæki og einkaaðilar verða með vörur til sýnis og sölu. Tímasetning og nánari dagskrá auglýst þegar nær dregur.

Menningarnefnd Snæfellsbæjar hefur veg og vanda af jólaþorpinu og býður íbúa og aðra nærsveitunga að taka daginn frá - 1. desember.