Jólatónleikar menningarnefndar 1. desember

Árlegir jólatónleikar menningarnefndar Snæfellsbæjar verða haldnir í Klifi fimmtudaginn 1. desember 2022.

Þau Guðrún Gunnars, Hera Björk, Karl Olgeirs og Vignir Snær leiða okkur inn í aðventuna með uppáhalds jólalögunum og koma okkur í hinn eina sanna jólagír.

Húsið opnar kl. 19:30.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00.

Aðgangseyrir 3500 kr.

Miðapantanir: menningarnefnd@snb.is.

Miðar verða jafnframt seldir í Átthagastofu Snæfellsbæjar að kvöldi 24. nóvember þegar verslanir og þjónustuaðilar verða með opið til kl. 21:00. Þá verða miðar einnig seldir við hurð að kvöldi tónleika, eða á meðan miðar endast. Öll áhugasöm hvött til að panta miða á netfanginu til að tryggja sér miða.

Styrktaraðilar:

Fiskmarkaður Snæfellsbæjar

HH

KG

Breiðavík

Sjávariðjan

Bjartsýnn

Valafell

Hidda ehf

Viðburður á Facebook.