Jólatónleikar Snæfellsbæjar 13. desember

Snæfellsbær heldur sína árvissu jólatónleika sunnudaginn 13. desember, þriðja sunnudag í aðventu.

Tónleikarnir fara fram með með breyttu sniði þetta árið sökum samkomutakmarkana og var ákveðið að færa tónleikana heim í stofu til fólks í stað þess að stuðla að hópamyndun meðal íbúa. Upptökur fóru fram í Ólafsvíkurkirkju þann 28. nóvember sl. og verða sýndir nk. sunnudag á Facebook-síðu Snæfellsbæjar.

Tónleikarnir gefa fólki kost á að eiga ljúfa og notalega kvöldstund sem hægt er að njóta í faðmi fjölskyldunnar og horfa á skemmtilega, lifandi og hátíðlega jólatónleika þar sem fjölmargir hæfileikaríkir íbúar stíga á svið.

Tónleikarnir eru sannkölluð „heimajól“ þar sem Snæfellsbæingar færa öðrum íbúum hina einu sönnu jólastemningu í aðdraganda jóla.

Fram koma:
  • Agnieszka Imgront
  • Alda Dís Arnardóttir
  • Anja Huld Jóhannsdóttir
  • Davíð Svanur Hafþórsson
  • Elena Makeeva
  • Evgeny Makeev
  • Hanna Imgront
  • Hjörtur Sigurðarson
  • Hrefna Jónsdóttir
  • Lena Imgront
  • Marek Imgront
  • Nanna Þórðardóttir
  • Olga Guðrún Gunnarsdóttir
  • Sigurður Höskuldsson
  • Stefanía Klara Jóhannsdóttir
  • Veronica Osterhammer
Þetta verður einfalt og þægilegt. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og verða sýndir, eins og áður segir, á Facebook-síðu Snæfellsbæjar. Hér er hlekkur á viðburð á Facebook.

Fólk er hvatt til að fylgjast með á Facebook þegar nær dregur. Svo þarf bara að tengja græjurnar...

Menningarnefnd Snæfellsbæjar hefur haft veg og vanda af skipulagi tónleikanna ásamt markaðs- og upplýsingafulltrúa.