Kjörfundir vegna kosninga til Alþingis laugardaginn 30. nóvember 2024

Á kjördag, laugardaginn 30. nóvember 2024, opna kjörfundir í Snæfellsbæ sem hér segir:

Ólafsvíkurkjördeild:

  • Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum í Ólafsvík.
  • Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00.

Hellissands- og Rifskjördeild:

  • Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Hellissandi.
  • Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00.

Staðarsveitar- og Breiðuvíkurkjördeild:

  • Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Lýsuhóli.
  • Kosning hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 20:00.

Kosningarétt hafa allir sem eru 18 ára og eru á kjörskrá.

Kjörstjórn minnir kjósendur á að hafa skilríki meðferðis á kjörstað.