Kjörfundir vegna kosninga til embættis forseta Íslands
23.05.2024 |
Fréttir
Kjörfundir vegna kosninga til embættis forseta Íslands, er fram fara laugardaginn 1. júní 2024, verða á eftirfarandi stöðum í Snæfellsbæ.
Kjörstjórn minnir kjósendur á að hafa skilríki meðferðis á kjörstað.
Ólafsvíkurkjördeild
- Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum í Ólafsvík. Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00.
Hellissands- og Rifskjördeild
- Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Hellissandi. Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 22:00.
Staðarsveitar- og Breiðuvíkurkjördeild
- Kjörfundur verður haldinn í Grunnskólanum á Lýsuhóli. Kosning hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 19:00.
Ítarefni: