Könnun vegna gagnvirkrar hraðahindrunar í Ólafsvík

Árið 2021 voru settar niður gagnvirkar hraðahindranir á Ennisbrautina í Ólafsvík. Í götuna var sett kerfi sem virkar þannig að sé ökutæki ekið yfir leyfilegum hámarkshraða ræsir það hraðahindrun sem er felld inn í yfirborð akreinarinnar.

Hraðahindrun myndast með því að hleri fellur niður um nokkra sentímetra niður í yfirborðið, einungis í þeim tilvikum sem ökutæki er ekið yfir leyfilegum hámarkshraða. Ekkert gerist því ef keyrt er á leyfilegum hraða og því er ökumönnum umbunað fyrir að keyra skynsamlega og halda þá ferð sinni ótruflaðri áfram.

Þetta var fyrsta hraðahindrun sinnar tegundar hér á landi og hefur VSÓ Ráðgjöf nú útbúið stutta spurningakönnun um virkni hraðahindrunarinnar. Óskað er eftir þátttöku íbúa og annarra sem hafa ekið eftir Ennisbraut frá því kerfið var sett upp.

Við hvetjum alla til að taka þátt, það tekur minna en mínútu að svara spurningunum.