Kvennahlaup ÍSÍ í Snæfellsbæ um helgina
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ verður hlaupið í Ólafsvík og Staðarsveit laugardaginn 11. september.
Hlaupið hefst kl. 11:00 á báðum stöðum. Í Ólafsvík er hlaupið frá Sjómannagarðinum og í Staðarsveit er hlaupið frá Lýsuhólsskóla. Frítt í sund fyrir þátttakendur að loknu hlaupi.
Á þessum tímum er mikilvægt sem aldrei fyrr að hlúa að heilsunni og rækta sambandið við vini okkar og vandamenn. Kvennahlaup nútímans snýst um hreyfingu sem hentar hverjum og einum, samveru kynslóðanna, líkamsvirðingu, sanngirni, umhverfismeðvitund og valdeflingu. Einkunnarorð Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2021 eru „Hlaupum saman“.
Konur á öllum aldri á 80 stöðum á landinu taka þátt í Kvennahlaupinu, allt frá litlum stelpum í kerrum til langamma þeirra. Hver kona tekur þátt á sínum forsendum og allir eiga að geta fundið vegalengd við sitt hæfi. Það er því engin tímataka í hlaupinu heldur lögð áhersla á að hver komi í mark á sínum hraða, með bros á vör.
Forsala miða er á tix.is.