Kynning: Opið hús vegna breytingar á aðalskipulagi Snæfellsbæjar
30.12.2019 |
Fréttir
Mánudaginn 6. janúar 2020 kl. 15:00 - 18:00 verður haldið opið hús í Ráðhúsi Snæfellsbæjar þar sem drög breytingar aðalskipulags Snæfellsbæjar vegna fyrirhugaðs golfvallar sunnan Rifs verða kynnt.
Breytingin felst í að óbyggðu svæði er breytt í íþróttasvæði (ÍÞ-3) þar sem fyrirhugaður golfvöllur verður. Breyting verður því á þéttbýlisuppdrætti Hellissands og Rifs.
Íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta og kynna sér skipulagshugmyndir strax á frumstigi.
Eftir kynningu á opnu húsi verða skipulagsgögn lögð fyrir bæjarstjórn til frekari afgreiðslu. Ákveði bæjarstjórn að auglýsa ofangreindar skipulagsbreytingar mun frestur til að gera athugasemdir vera að minnsta kosti sex vikur.