Kynningar- og samtalsfundur um almyrkva á sólu 2026
Þann 20. mars 2025 mun Sævar Helgi Bragason vera með erindi um Almyrkva á sólu í Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi.
Almyrkvi á sólu verður þann 12. ágúst 2026 og er stórmerkilegt sjónarspil náttúrunnar. Atburðurinn mun laða að fjölda ferðmanna víða að úr heiminum til Íslands. Snæfellsnes verður áfangastaður í brennidepli þar sem atburðarrásin mun sjást einkar vel frá svæðinu.
Viltu vita meira um þessa stórmerkilegu sýningu náttúrunnar?
Þetta er tilvalið tækifæri til að hlýða á Sævar Helga, sem er einn sá fróðasti um atburðinn og sannkallaður vísindamiðlari.
Það er mikilvægt fyrir okkur Snæfellinga að undirbúa vel móttöku á miklum fjölda ferðamanna þennan dag og skoða hvernig við getum staðið sem best að því. Að erindi loknu verður boðið uppá opið samtal og hvetjum við áhugasama að mæta.
Viðburður: 20. mars kl. 17:00
Hvar: Þjóðgarðsmiðstöðin á Hellissandi
Hver: Sævar Helgi Bragason