Lagning ljósleiðara í þéttbýli Snæfellsbæjar

Míla í samstarfi við Snæfellsbæ leggur ljósleiðara í þéttbýliskjörnunum í Snæfellsbæ á árinu 2025. Um er að ræða framkvæmdir í Ólafsvík og á Hellissandi. Framkvæmdaáformin eru auglýst á heimasíðu Mílu.

Framkvæmdin er styrkt með átaki stjórnvalda um að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Snæfellsbær var eitt þeirra sveitarfélaga sem fékk styrk til framkvæmda.

Áformað er að framkvæmdir hefjist í Ólafsvík og Hellissandi næsta vor en nánari upplýsingar um tímasetningar veitir Míla.

Óski fyrirtæki eftir samstarfi í framkvæmdum á einstaka svæðum skal beina slíkri fyrirspurn til Mílu með tölvupósti á netfangið mila@mila.is við fyrsta tækifæri og a.m.k. innan 30 daga frá birtingu tilkynningar þessarar svo hægt sé að tryggja að hönnun verkefnis geri ráð fyrir samnýtingu lagnaleiða innan framkvæmdatímans.

Ljósmynd: Lagning ljósleiðara á Rifi í september árið 2024.