Landsmót ÆSKÞ í Ólafsvík alla helgina

Í dag hefst landsmót ÆSKÞ í Ólafsvík og stendur alla helgina. Landsmótið er fyrir unglinga á aldinum 13 – 17 ára og sækja mótið 250 þátttakendur hvaðanæva af landinu auk sjálfboðaliða og leiðtoga. Yfirskrift landsmótsins í ár er skapandi landsmót þar sem skipuleggjendur horfa til þess að þátttakendur æfi og virki eigin sköpunarmátt bæði til lista og leikja og nýti ímyndunaraflið til eflingar.

Þátttakendur á landsmótinu verða sýnilegir í bæjarfélaginu á meðan á móti stendur þar sem dagskrá verður m.a. í íþróttahúsinu í Ólafsvík, sundlauginni, skólunum og félagsheimilinu og fleiri stöðum auk þess sem þátttakendur gista í skólunum.

Tökum vel á móti krökkunum og bjóðum þau velkomin í bæinn.