Laus staða á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Jaðri

Dvalar- og hjúkrunarheimilið Jaðar auglýsir eftir sjúkraliða/almennum starfsmanni í umönnun. Um er að ræða 82% starf í vaktavinnu.

Helstu verkefni:

  • Umönnun aldraðra

Hæfniskröfur:

  • Íslenskukunnátta er skilyrði
  • Jákvæðni og stundvísi.
  • Áhugi á samskiptum við íbúa og umönnun aldraðra.

Á Jaðri eru 16 hjúkrunarrými og 2 dvalarrými. Aðstaða íbúa og starfsfólks er mjög góð. Mjög góð vinnuaðstaða er fyrir hendi og góður starfsandi.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Öll kyn eru hvött til að sækja um störf hjá Jaðri.

Umsóknarfrestur til 15. janúar 2024. Starf hefst 20. janúar 2024.

Frekari upplýsingar veitir Sigrún Erla Sveinsdóttir, forstöðumaður Jaðars, í síma 865 1525 og í netfanginu sigrunerla@snb.is.

Sótt er um starfið á starfasíðu Snæfellsbæjar hjá Alfreð.