Laus staða húsvarðar í Grunnskóla Snæfellsbæjar
05.03.2021 |
Fréttir
Grunnskóli Snæfellsbæjar auglýsir eftir húsverði í 100% starf.
Við hvetjum alla, óháð kyni, til að sækja um starfið.
Starfssvið:- Umsjón með húseignum, lóðum, tækjum og innanstokksmunum skólans á Hellissandi og í Ólafsvík.
- Umsjón með húseign tónlistarskólans á Hellissandi.
- Umsjón með hitakerfi í samkomuhúsinu á Hellissandi, Röstinni og íþróttahúsi.
- Afleysingar og samvinna við húsvörð íþróttamannvirkja Snæfellsbæjar.
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
- Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Góð kunnátta í íslensku er skilyrði
Umsóknarfrestur er til og með 23. mars 2021. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu.
Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason, skólastjóri, í síma 894 9903 og umsóknir skal senda til skólastjóra á netfangið hilmara@gsnb.is.
Skólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.