Laus staða húsvarðar við íþróttamannvirki Snæfellsbæjar

Snæfellsbær óskar eftir að ráða starfsmann í starf húsvarðar við íþróttamannvirki Snæfellsbæjar. Um 100% starf er að ræða.

Við hvetjum alla, óháð kyni, til að sækja um starfið.

Starfssvið:
  • Umsjón með húseignum, lóðum, tækjum og innanstokksmunum íþróttamannvirkja
    • Íþróttahús í Ólafsvík og Hellissandi auk Sundlaugar Snæfellsbæjar
  • Umhirða og viðhald á knattspyrnu- og sparkvöllum
    • Ólafsvíkurvöllur, Reynisvöllur og sparkvellir í Ólafsvík og Hellissandi
  • Afleysingar á vöktum í sundlaug og íþróttahúsi
  • Afleysingar og samvinna við húsvörð Grunnskóla Snæfellsbæjar
Hæfniskröfur:
  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð kunnátta í íslensku er skilyrði

Umsóknarfrestur er til og með 23. mars 2021. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu.

Frekari upplýsingar veitir Laufey Helga Árnadóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, í síma 847 0830, 433 9912 eða á laufey@snb.is. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið laufey@snb.is.