Laus staða kvenkyns sundlaugarvarðar við sundlaug Snæfellsbæjar

Laust er til umsóknar starf kvenkyns sundlaugarvarðar við Sundlaug Snæfellsbæjar. Um 80% starf í vaktavinnu er að ræða.

Starfssvið:
  • Öryggisvarla við sundlaug og sundlaugarsvæði.
  • Klefavarsla og baðvarsla.
  • Afgreiðsla, önnur þjónusta og þrif.
Hæfniskröfur:
  • Góð samskiptahæfni.
  • Rík þjónustulund.
  • Tölvukunnátta.
  • Hreint sakavottorð.

Umsóknarfrestur er til og með 15. mars 2021. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. maí nk.

Umsækjendur þurfa að ljúka námskeiði í skyndihjálp og standast sundpróf laugarvarða skv. reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu.

Frekari upplýsingar veitir Laufey Helga Árnadóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, í síma 847 0830, 433 9912 eða á laufey@snb.is. Vinsamlega sendið umsóknir á netfangið laufey@snb.is.