Laus staða skólaliða við Grunnskóla Snæfellsbæjar

Grunnskóli Snæfellsbæjar auglýsir eftir skólaliða í 90% starf á starfstöðina í Ólafsvík. Vinnutíminn er frá kl 7:45 - 15:00.

Starfsvið skólaliða

  • Annast frímínútnagæslu, aðstoðar, undirbýr og gengur frá eftir matar- og neyslutíma.
  • Annast ræstingar, frágang og þrif.
  • Ýmis önnur verkefni sem til falla hverju sinni.

Menntun, reynsla og hæfni:

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð kunnátta í íslensku er skilyrði.

Borgað er samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samflots bæjarstarfsmannafélags. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Umsóknarfrestur er til 8. febrúar, umsóknareyðublað má finna með því að smella hér. Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason, skólastjóri, í síma 894 9903 og umsóknir skal senda til skólastjóra hilmara@gsnb.is.