Lausar stöður við Grunnskóla Snæfellsbæjar

Auglýst er eftir starfsfólki fyrir næsta skólaár í eftirfarandi stöður:

  • Tvær stöður skólaliða á starfstöð skólans á Hellissandi í, 50% starf, vinnutími frá 9:30 – 13:30.
  • Tvær stöður stuðningsfulltrúa í 70% starf.
  • Stöðu stuðningsfulltrúa í 80% starf.

Starfsvið stuðningsfulltrúa:

  • Aðstoða nemendur í leik og starfi.
  • Vinnur að uppeldi og menntun nemenda.
  • Leiðbeinir þeim í samskiptum við aðra nemendur og starfsfólk.
  • Ýmis önnur verkefni sem til falla hverju sinni.

Starfsvið skólaliða:

  • Ræsting og þrif skólans og skólalóðar.
  • Aðstoðar í matsal á matartíma.
  • Annast gæslu í frímínútum og matartímum.
  • Ýmis önnur verkefni sem til falla hverju sinni.

 Menntun, reynsla og hæfni:

  • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
  • Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Góð kunnátta í íslensku er skilyrði.

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélagsins Kjalar.

Umsóknarfrestur er til 9. júní.

Upplýsingar veitir Hilmar Már Arason skólastjóri í síma 894 9903. Umsóknir skal senda til skólastjóra á netfangið hilmara@gsnb.is.

Viðhengi: Umsóknareyðublað