Laust starf á Krílakoti
13.06.2019 |
Fréttir
Snæfellsbær auglýsir til umsóknar laust starf á leikskólanum Krílakoti.
Auglýst er eftir starfsmanni sem hefur áhuga á að vinna með börnum, er skapandi og ábyrgðafull/ur í starfi. Viðkomandi starfsmaður þarf að vera námsfús og sveigjanlegur með fullt af þolinmæði. Hann/hún þarf að geta stýrt samverustundum sem og hópastarfi, lesið og sungið. Því þarf íslenskukunnátta að vera viðunandi.
Starfshlutfall er 100% og vinnutími frá 8:00 - 16:00 alla virka daga.
Umsóknarfrestur er til 21. júní 2019. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 14. ágúst n.k.Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsnessýslu.
Frekari upplýsingar veita Inga Stefánsdóttir og Hermína Lárusdóttir í síma 433 6925 á milli 9:00 - 12:00. Umsóknarform má finna á meðfylgjandi hlekk:
Í lögum um leikskóla nr. 90/2008 segir í 3. mgr. 6gr: „Óheimilt er að ráða til starfa við leikskóla einstakling sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Við ráðningu skal liggja fyrir sakarvottorð eða heimilid leikskólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá.“