Laust starf í félagsmiðstöðinni Afdrep

Snæfellsbær auglýsir laust til umsóknar starf í félagsmiðstöðinni Afdrep.

Hæfniskröfur:

  • Hreint sakavottorð og 18 ára eða eldri.
  • Áhugi á að vinna með börnum og unglingum.
  • Færni í samskiptum.
  • Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi félagsmiðstöðvarinnar.

Helstu verkefni:

  • Leiðbeina börnum og ungmennum.
  • Aðstoð við skipulagningu á fjölbreyttu starfi félagsmiðstöðvarinnar.
  • Framkvæmd á starfi félagsmiðstöðvarinnar.
  • Góð samskipti og samvinna við börn og ungmenni.
Um 30% starf er að ræða. Unnið mánudaga frá kl. 16:30 - 21:00 og fimmtudaga frá kl. 18:30 - 21:00.
 
Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2026. Umsóknir berist Kristfríði Rós Stefánsdóttur, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa, í netfangið kristfridur@snb.is.