Laust starf í leikskólanum Krílakoti
17.08.2018 |
Fréttir, Laus störf
Leikskóli Snæfellsbæjar óskar eftir starfsmanni til ræstingar í Krílakoti.
Um er að ræða 91% starf. Vinnutími frá 8:00 - 15:00. Starfið felur í sér þrif í leikskólanum og þvotta. Starfið krefst þrifnaðar, sjálfstæðis og skipulagningar.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningum SDS og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingigerður Stefánsdóttir, leikskólastjóri.
Hægt er að skila umsóknum til hennar í netfangið leikskolar@snb.is. Vinsamlegast tilgreinið nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og fyrri störf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinsamlega athugið að í lögum um leikskóla nr. 90/2008 segir í 3. mgr. 6. gr: „Óheimilt er að ráða til starfa við leikskóla einstakling sem hlotið hefur refsidóm fyrir brot á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga. Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild leikskólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá.“