Laust starf við akstursþjónustu
06.05.2019 |
Fréttir
Uppfært 13. maí 2019: Búið er að ráða í starfið.
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laust hlutastarf við akstursþjónustu fatlaðra milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur; tímabilið maí – júní 2019. Tvær ferðir á dag virka daga; kl. 8.00 og til baka kl. 16.00.
- Laun skv. kjarasamningi sveitarfélaganna og SDS um félagslega liðveislu
- Þóknun vegna aksturskostnaðar, skv. reglum RSK, hverju sinni
Frekari upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður í síma 430 7800.
Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf, sakavottorð, ljósrit ökuskírteinis og skoðunarskírteinis bifreiðar berist forstöðumanni FSS, Sveini Þór Elinbergssyni, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ eða á netfangið sveinn@fssf.is. Smella hér til að nálgast umsóknareyðublað