Leggja línurnar fyrir framtíð Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls
17.02.2021 |
Fréttir
Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, Snæfellsbæjar, Ferðamálasamtaka Snæfellsness, Minjastofnunar Íslands og Náttúrustofu Vesturlands unnið að endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Þjóðgarðinn Snæfellsjökul. Opinn rafrænn íbúafundur verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar kl. 17:30-19:30 í gegnum Teams. Fólk er beðið um að skrá sig á fundinn á vef Umhverfisstofnunar í síðasta lagi þriðjudaginn 23. febrúar.
Á fundinum verður vinna við áætlunina kynnt og síðan munu fundarmenn geta tekið þátt í hópavinnu og lagt sitt af mörkum við stefnumótun Þjóðgarðsins. Á næstunni verða haldnir minni fundir með ýmsum samráðsaðilum. Fólk er hvatt til að mæta á skjáinn og taka þátt í umræðunni.