Leikskólakennari óskast
03.07.2019 |
Fréttir
Leikskóli Snæfellsbæjar auglýsir stöðu leikskólakennara lausa til umsóknar.
Um er að ræða stöðu leikskólakennara í 100% starfshlutfalli, frá og með 14. ágúst 2019.Menntunar og hæfniskröfur:
- Leikskólakennararéttindi
- Góð íslenskukunnátta
- Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
- Góðir samskiptahæfileikar
- Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
- Góð færni í mannlegum samskiptum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Hreint sakavottorð
Fáist ekki menntaðir leikskólakennarar eða fólk með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu kemur til greina að ráða leiðbeinendur tímabundið í lausar stöður.
Laun samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og starfið hentar jafnt konum sem körlum.
Umsóknarfrestur er til 10. ágúst. Atvinnuumsókn má finna á vef Snæfellsbæjar og umsókn má skila á netfang leikskólansleikskólar@snb.is.
Nánari upplýsingar veitir:
Inga Stefánsdóttir, leikskólastjóri. S: 6910383