Leikskóli Snæfellsbæjar auglýsir eftir leikskólakennara og matráð

Leikskólakennari á Kríuból

Leikskóli Snæfellsbæjar auglýsir lausa stöðu leikskólakennara á Kríubóli. Vinnutími er frá kl. 8:00 – 16:00.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf kennara, lög nr. 95/2019 og eða
  • Leikskólakennararéttindi

Fáist ekki menntaður leikskólakennari eða einstaklingur með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu kemur til grein aað ráða leiðbeinendur tímabundið.

Viðkomandi þarf að búa yfir:

  • Góðri íslenskukunnáttu
  • Áhuga, reynslu og hæfni í starfi með börnum
  • Góðum samskiptahæfileikum
  • Jákvæðni, frumkvæði og góðum samstarfsvilja
  • Góðri færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæðum og skipulögðum vinnubrögðum
  • Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri
  • Hreinu sakarvottorði

Umsóknarfrestur er til og með 27. janúar 2023.

Leikskólastjóri áskilur sér rétt að ráða hvern sem er eða hafna öllum umsóknum.

Laun eru greidd skv. kjarasamningi Félags leikskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar veita Hermína K. Lárusdóttir, leikskólastjóri, og Linda Rut Svansdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 433 - 6926 á milli kl. 9:00 – 14:00 alla virka daga eða á netfanginu leikskolar@snb.is.

-

Matráður á Kríuból

Leikskóli Snæfellsbæjar óskar eftir matráð í 75% stöðu á Kríuból. 

Helstu verkefni:

  • Ber ábyrgð á matseld, innkaupum, stjórnun, skipulagningu og framkvæmd starfsins í eldhúsinu
  • Sér um innkaup og pantanir á matvörum
  • Frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna

Hæfniskröfur:

  • Þekking og meðvitund um næringargildi og hollustu í matargerð
  • Þekking og meðvitund um bráðaofnæmi og ofnæmi/fæðuóþol almennt
  • Hreinlæti og snyrtimennska
  • Frumkvæði, sveigjanleiki og samstarfsvilji
  • Lipurð og færni í samskiptum
  • Menntun á sviði matreiðslu og reynsla af sambærilegu starfi kostur

Umsóknarfrestur er til og með 8. febrúar 2023.

Staðan er laus frá 17. mars 2023, umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. mars nk.

Um 75% starf er að ræða. Vinnutími matráðs er frá 8:00 - 14:00. 

Laun eru greidd skv. kjarasamningum Kjalar og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar veita Hermína K. Lárusdóttir, leikskólastjóri, og Linda Rut Svansdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, í síma 433 - 6926 á milli kl. 9:00 – 14:00 alla virka daga eða á netfanginu leikskolar@snb.is.