Leiksýningin Guðrúnarkviða í Frystiklefanum
05.10.2023 |
Fréttir
Við vekjum athygli á áhugaverðri leiksýningu í Frystiklefanum á laugardaginn.
Guðrúnarkviða er einleikur um konu sem leikur í sinni eigin jarðarför, en kann ekki við að trufla athöfnina. Kolsvartur og einlægur gamanleikur um meðvirkni. Sýningin kemur frá Hafnarfjarðarleikhúsinu og hefur vakið mikla athygli.
Sýningin tekur klukkustund og hefst kl. 20:30.
Menningarsamningur Snæfellsbæjar og Frystiklefans hefur það í för með sér að eldri borgarar og grunnskólanemar fá frítt á sýninguna. Almennt miðaverð er kr. 3900.-