Leikur að læra í leikskólanum

Leikskóli Snæfellsbæjar er einn af mörgum leikskólum á landinu sem hefur fengið vottun sem „Leikur að læra“ leikskóli, en leikskólar sem fara í gegnum innleiðingu á starfinu miða að því að auka gæði leikskólastarfs með skipulögðu námi í gegnum leik, hreyfingu og spennandi foreldrasamstarf.

Leikskóli Snæfellsbæjar er nú að hefja sitt þriðja starfsár undir þessum formerkjum og verður áherslan lögð á útikennslu í vetur. Í tilefni af því vildi Ingigerður Stefánsdóttir, leikskólastjóri, koma stuttri kynningu á starfinu á framfæri.

Leikur að læra er í grunninn kennsluaðferð þar sem nemendum á aldrinum tveggja til tíu ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum hreyfingu og leik. Við notum leikinn, hreyfingu og skynjun á markvissan og faglegan hátt.

Yngstu börnin eru í leikur að læra einu sinni í viku en þau eldri tvisvar í viku. Einnig eru  foreldraverkefnin tvisvar í viku, fimm mínútur í senn.

Hér að neðan má fræðast um starfið.Leikur að læra er kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum tveggja til tíu ára eru kennd öll bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun á skipulagðan, líflegan og árangursríkan hátt!

Leikur að læra er hugsað út frá þörfum barna til að leika og hreyfa sig og upplifa námsefnið í gegnum mismunandi skynfæri. Með því að nota kennsluaðferðina eykst úthald og einbeiting ungra nemenda. Auðvelt að aðlaga kennsluna að ólíkum þörfum einstaklinga með líkamlega og andlega og félagslega vellíðan barna að leiðarljósi.Leikur að læra byggir meðan annars á rannsóknum Bransford, Brown og Cocking á heilastarfsemi barna um líffræðileg áhrif náms og hreyfingar. Heyfing manninum eðlislæg og öll skynhreyfireynsla eykur varðveislu þekkingar. Hreyfing hefur einnig áhrif á hæfileika til að varðveita nýja þekkingu eða kunnáttu og endurkalla hana. Einhæf og fljótlærð viðfangsefni virðast hafa lítil langtímaáhrif á meðan reynsla sem af skynjuninni hlýst, í samvinnu við umhverfið, hjálpar heilanum að mynda ný taugamót. Frá þeim myndast nýjar brautir um heilann sem ná að virkja óvirkar stöðvar sem þar eru til staðar (Bransford, Brown og Cocking, 2000). Auk þess hafa heilarannsóknir sýnt fram á að hreyfing veldur ýmsum efnahvörfum í heilanum þ.a.m. myndast efnið acetylocholine sem talið er auka leiðni taugaboða eða leiða til myndunnar nýrra taugafruma (Bransford, Brown og Cocking, 2000; Field og McManes, 2006)Leikur að læra leggur mikið upp úr góðu samstarfi við foreldra í gegnum foreldraverkefni, heimavinnu, bekkjarkvöld og fleira. Þessir þættir stuðla að því að gera foreldra meðvitaða um nám barna sinna og mikilvægi góðrar samvinnu milli heimili og skóla. Leikur að læra er ekki ein bók, eitt spil eða ein námsgrein. Leikur að læra er kennslustíll sem hentar með öðrum kennsluaðferðum i ólíkum fögum.