Samningur um ljósleiðararvæðingu undirritaður

Fimmtudaginn 19. september staðfestu háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og innviðaráðherra samninga fjarskiptasjóðs við 25 sveitarfélög um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026.  Snæfellsbær er eitt af þessum sveitarfélögum og fór bæjarstjóri, Kristinn Jónasson, og undirritaði samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Hægt er að lesa nánar um verkefnið á heimasíðu Stjórnarráðsins