Ljósleiðari í Snæfellsbæ
Míla vinnur nú að lagningu ljósleiðara til heimila víðsvegar um landið. Það er gríðarlega umfangsmikið verkefni að koma ljósleiðara til heimila um allt land og mun það taka nokkur ár fyrir fyrirtækið að ljúka því.
Míla er að fara af stað með framkvæmdir í Snæfellsbæ. Á árinu er ætlunin að tengja um 52 heimili í Ólafsvík og 15 heimili á Hellissandi við ljósleiðara Mílu, auk hafnarsvæðisins á Rifi. Þegar eru um 113 heimili í þéttbýli í Snæfellsbæ með tengingu við ljósleiðara Mílu, 64 á Ólafsvík og 49 á Hellissandi og Rifi.
Á Ólafsvík verða heimili við Miðbrekku og Fossabrekku 21 tengd ljósleiðara Mílu. Þá er ætlunin að tengja 5 heimili við Skálholt, heimili við Brautarholt 1 – 16 og Grundarbraut 42 – 50 á þessu ári. Á Hellissandi verða heimili við Snæfellsás og Hellisbraut 10, 19 og 21 tengd ljósleiðara á árinu, auk hafnarsvæðisins á Rifi.
Með tengingu við ljósleiðara Mílu fá heimilin möguleika á að nýta sér allt að 1 Gb/s háhraðatengingu sem ljósleiðarinn veitir og er það öflugasta heimilistengingin sem er í boði hjá Mílu.
Framkvæmdunum fylgir óhjákvæmilega nokkuð jarðrask, en Míla leggur sig fram um að lágmarka rask eins og mögulegt er og vanda frágang.