Lóa - nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

Vakin er athygli á að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í Lóu, nýsköpunarsjóð sem ætlaður er nýsköpunarverkefnum á landsbyggðinni.

Sjóðurinn er í höndum Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Áherslur Lóu árið 2023 eru verkefni sem komin eru af byrjunarstigi og tengjast samfélagslegum áskorunum á borð við loftslagsmál, sjálfbærni í heilbrigðis- og mnenntamálum og sjálfbærni í matvælaframleiðslu.

Heildarfjárhæð sjóðsins í ár er 100 milljónir og getur hvert verkefni fengið að hámarki 20% af heildarúthlutun sjóðsins.

Umsóknarfrestur er til 27. mars. Áhugasamir geta leitað til atvinnuráðgjafa SSV. Á vefsíðu Stjórnarráðs Íslands má finna nánari upplýsingar um sjóðinn.