Lokanir á vegum 24. ágúst vegna Íslandsmótsins í rallý
Fjórða umferð Íslandsmótsins í rallý fer fram á suðvestur- og vesturhluta landsins dagana 23.-25. ágúst n.k. og fer annar keppnisdagur að miklu leyti fram í Snæfellsbæ. Keppnum af þessu tagi fylgja lokanir fyrir almenna umferð á keppnisleiðum og er fólk beðið að virða lokanir af öryggisástæðum.
Föstudaginn 24. ágúst n.k. verður ekið um Jökulháls og Eysteinsdal og almenn umferð óheimil á þessum slóðum á milli 10:00 og 14:30. Sama dag verður ekið um Berserkjahraun í Helgafellssveit og lokað fyrir almenna umferð frá 14:00 - 18:00.
Nánari upplýsingar um keppnisleiðir og tímasetningar má finna á vef Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur.Starfsfólk keppninnar vill koma því á framfæri að lokanir eru gerðar í samráði við yfirvöld og landeigendur. Þá má geta þess að keppnisbílar verða til sýnis og skoðunar við söluskála Ó.K. skömmu fyrir hádegi og aftur um tvöleytið.
Til upplýsingar birtum við hér tímasetningar allra lokana á vegum vegna mótsins:
23. ágúst
Hvaleyrarvatn: 15:30 - 17:30
Djúpavatn: 16:15 - 18:30
Kvartmílubrautin: 18:30 - 21:00
24. ágúst Jökulháls: 10:00 - 14:30 Eysteinsdalur: 10:00 - 14:30Berserkjahraun: 14:00 - 18:00
Skíðsholt: 16:00 - 18:30
25. ágúst
Kaldidalur: 08:00 - 11:00
Skjaldbreiðarvegur: 09:00 - 14:00
Tröllháls: 12:30 - 15:00
Djúpavatn: 14:00 - 16:30