Lokanir á vegum 30. ágúst vegna Íslandsmótsins í rallý

Íslandsmótið í rallý fer fram á suðvestur- og vesturhluta landsins dagana 29.-31. ágúst n.k. og fer annar keppnisdagur að miklu leyti fram í Snæfellsbæ. Keppnum af þessu tagi fylgja lokanir fyrir almenna umferð á keppnisleiðum og er fólk beðið að virða lokanir af öryggisástæðum.

Föstudaginn 30. ágúst n.k. verður ekið um Jökulháls og Eysteinsdal og almenn umferð óheimil á þessum slóðum á milli 9:00 og 13:30. Sama dag verður ekið um Berserkjahraun í Helgafellssveit og lokað fyrir almenna umferð frá 14:00 – 18:00.

Nánari upplýsingar um keppnisleiðir og tímasetningar má finna á vef Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur.  Starfsfólk keppninnar vill koma því á framfæri að lokanir eru gerðar í samráði við yfirvöld og landeigendur.

Til upplýsingar birtum við hér tímasetningar allra lokana á vegum vegna mótsins:

29. ágúst

Djúpavatn Suður: 16:30 – 19:30

Djúpavatn Norður: 16:30 – 19:30

Kvartmílubraut A: 18:30 – 21:00

Kvartmílubraut B: 18:30 - 21:00

30. ágúst Arnarstapi / Ólafsvík: 9:00 – 13:30 Prestahraun / Ólafsvík: 9:00 – 13:30 Ólafsvík / Arnarstapi: 9:00 - 13:30 Prestahraun / Ólafsvík: 9:00 - 13:30

Berserkjahraun A: 14:00 – 18:00

Bersekjahraun B: 15:00 - 18:00

Skíðsholt A: 17:00 – 19:30

Skíðisholt B: 17:00 - 19:30

Hítardalur A: 19:00 - 21:00

Hítardalur B: 19:00 - 21:00

31. ágúst

Tröllháls Norður: 07:30 – 13:00

Uxahryggir A: 08:00 – 10:30

Uxahryggir B: 8:00 - 10:30

Kaldidalur Norður: 9:00 - 12:00

Kaldidalur Suður: 9:00 - 12:00

Tröllháls Suður: 7:30 - 13:00

Djúpavatn Norður (ofurleið): 13:00 - 15:00

Ljósmynd: Guðný Jóna Guðmarsdóttir