Lýðheilsugöngur í Snæfellsbæ

Snæfellsbær stendur fyrir lýðheilsugöngum á miðvikudögum í september í samstarfi við Lýðheilsufélag Íslands. Göngurnar, sem eru fjölskylduvænar og henta öllum aldurshópum, hefjast kl. 18:00 og taka u.þ.b. 60-90 mínútur. Tilgangur þeirra er að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

 

Lögð er áhersla á náttúru, vellíðan, sögu og vináttu.

Í Snæfellsbæ verður dagskráin á þessa leið: Miðvikudagurinn 5. september kl. 18:00

Lagt af stað frá íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Gengið upp í Ennið og farið brúnirnar. Komið niður í Krókabrekku. Leiðsögumaður er Árni Guðjón.

Miðvikudagur 12. sept kl. 18:00

Göngugarpar hittast við íþróttahús Snæfellsbæjar, safnast saman í bíla og aka út á Hellissand. Lagt af stað í göngu frá íþróttahúsinu á Hellissandi kl. 18:10 og gengið út í Krossavík.

Miðvikudaginn 19. sept kl. 18:00

Lagt af stað frá íþróttahúsi Snæfellsbæjar. Gengið upp í skógræktargirðingu.

Miðvikudaginn 26. sept kl. 18:00

Göngugarpar hittast við íþróttahús Snæfellsbæjar, safnast í bíla og aka út að Svöðufossi. Gengið verður upp fyrir fossinn.