Menningarviðurkenning Snæfellsbæjar 2024
18.06.2024 |
Fréttir
Menningarviðurkenningu Snæfellsbæjar árið 2024 hlutu heiðurshjónin Jóhannes Ólafsson og Kristjana Hermannsdóttir fyrir framlag sitt til menningarmála með útgáfu á Bæjarblaðinu Jökli.
Menningarnefnd Snæfellsbæjar veitti viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í Sjómannagarðinum í Ólafsvík á þjóðhátíðardegi Íslands, 17. júní.