Miðsvæði á Hellissandi, lýsing og matslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags við Klettsbúð

Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti á fundi sínum 7. desember 2023 lýsingu og matslýsing fyrir gerð nýs deiliskipulags á miðsvæði á Hellissandi vegna fyrirhugaðrar stækkunar hótels skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Svæðið er innan miðsvæðis M-1 í gildandi aðalskipulagi en þar eru nú 20 herbergja hótel. Í tillögunni er gert ráð fyrir að lóðir nr. 7A og 9 við Klettsbúð verði sameinaðar þannig að til verði 4.396 fm lóð. Þá er miðað við í tillögunni að núverandi bygging hækki um eina hæð og verði þrjár hæðir. Norðan við núverandi byggingu er nýr byggingarreitur en þar er áætlað að reisa 2.050 fermetra að samanlögðum gólffleti á tveimur hæðum með möguleika á þriðju hæð á hluta nýbyggingar síðar. Áætlað er að gistrýmum muni fjölga úr 20 í 92 gistirými.

Hægt er að skoða lýsinguna á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar, undir málsnúmeri: 953/2023. Á tæknideild Snæfellsbæjar er hægt að fá kynningu á lýsingu og matslýsingu eftir nánara samkomulagi.

Umsagnaraðilum og þeim sem eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir og/eða umsagnir vegna lýsingar fyrirhugaðs deiliskipulags frá 8. desember 2023 til og með 8. janúar 2024. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast inn á www.skipulagsgatt.is á málsnúmer: 953/2023.

Ragnar Már Ragnarsson

Forstöðumaður tæknideildar Snæfellsbæjar