Mikið malbikað í Snæfellsbæ í sumar
Í sumar var mikið framkvæmt á vegum Snæfellsbæjar og lagði sveitarfélagið í umtalsverðar framkvæmdir við endurbætur á götum og göngustígum.
Malbikunarframkvæmdir gengu vel og var veðurblíðan með slíkum eindæmum að raunar var malbikað meira en áætlun gerði ráð fyrir. Alls voru lagðir 32.764 fermetrar af malbiki á götur, göngustíga og bílaplön í Ólafsvík, Rifi og Hellissandi sem og á hafnarsvæði í Ólafsvík og Rifi. Það voru starfsmenn frá Malbikun Akureyrar sem sá um alla malbikun.
Þá lauk Vegagerðin við malbikun á Ólafsbrautinni og nýttu íbúar og fyrirtæki einnig tækifærið til einkaframkvæmda við húsakynni og starfsstöðvar. Þá má einnig nefna að Þjóðgarðurinn malbikaði bílaplanið við Gestastofuna á Malarrifi.
Auk þessa miklu malbikunarframkvæmda standa nú yfir framkvæmdir við steypuvinnu vegna gangstétta í Ólafsvík, en steyptir verða 1100 metrar nú í haust.