Mikil fjölgun gesta í sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík

Sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvíkur nýtur mikilla vinsælda meðal íbúa og gesta.

Gestum hefur fjölgað um tæp 19% í sundlauginni það sem af er ári samanborið við árið 2023.

Fyrstu ellefu mánuði ársins 2023 fóru 27.652 gestir í sundlaugina, en fyrstu ellefu mánuðina árið 2024 fóru 32.836 gestir í sund. Það hefur því fjölgað um 5184 gesti á milli ára, eða sem nemur 18,75% aukningu.

Þetta eru afar ánægjulegar fréttir, enda hefur Snæfellsbær lagt mikið kapp á að bæta aðbúnað og aðstöðu í sundlauginni fyrir íbúa og gesti. Til marks um það má nefna að síðastliðið sumar var vegleg vatnsrennibraut opnuð sem hefur vakið mikla lukku meðal yngri kynslóðarinnar og hefur eflaust haft jákvæð áhrif á gestafjöldann.

Aðbúnaður í sundlauginni er til fyrirmyndar, en þar má finna eftirfarandi aðstöðu:

  • Vaðlaug
  • Sundlaug
  • Heitir pottar
  • Kaldur pottur
  • Saunaklefi (úti)
  • Tveir infrarauður saunaklefar
  • Rennibraut
  • Ungbarnarennibraut
  • Inni- og útisturta
  • Vatnsfontar inni og úti

Fyrri myndin sýnir aðsókn frá 1.1.2023 - 30.11.2023. Seinni myndin sýnir aðsókn yfir sama tímabil árið 2024.