Námskeið um tölvu- og skjánotkun barna

Þann 2. október næstkomandi er fyrirhugað að bjóða upp á námskeið í Grunnskóla Snæfellsbæjar um tölvu- og skjánotkun barna. Námskeiðið er hugsað fyrir foreldra og aðra sem koma að málefnum ungmenna og vilja fræðast um einkenni óheilbrigðrar tölvu- og skjánotkunar og læra aðferðir til að sporna gegn henni.

Kennarar námskeiðisins eru þær Guðrún Katrín Jóhannesdóttir, félagsfræðingur og ráðgjafi hjá Mikils virði, og Lovísa María Emilsdóttir, félagsráðgjafi, MA og ráðgjafi hjá Mikils virði.

Við vekjum athygli á því að fáist næg þátttaka á námskeiðið verður það foreldrum að kostnaðarlausu hér í Snæfellsbæ. Almennt verð á námskeiðið er 9900 krónur.

Þeir sem hyggjast mæta/taka þátt eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á meðfylgjandi skjal fyrir föstudaginn 20. september. Skráning á námskeið. Nánar má lesa um námskeiðið á heimasíðu Mikils virði. Smella hér.