Niðurrif hafið við Ólafsbraut 62-64 í Ólafsvík

Í gær, 10. mars, hófst niðurrif á íbúðarhúsi og bílskúrum við Ólafsbraut 62 og Ólafsbraut 64 í Ólafsvík.

 

Áætlað er að vinna við niðurrif standi næstu vikurnar og verði lokið í fyrri hluta aprílmánaðar. Fyrirhugað er að nýta lóðina til byggingar á íbúðakjarna fyrir fatlað fólk.

Það er Stafnafell ehf. sem sér um niðurrif húsanna auk efnistöku úr hlíðum sunnanmegin lóðanna tveggja og jarðvegsskipti undir nýja byggingu.

 

Vegfarendur eru beðnir að sýna sérstaka aðgát við vinnusvæðið sökum umferðar vinnuvéla.