Niðurstöður skoðanakönnunar um umhverfis- og samfélagsmál á Snæfellsnesi
Í könnuninni var farið yfir bakgrunnsupplýsingar þátttakenda, þeir spurðir út í þekkingu og álit á umhverfisvottunarverkefninu og beðnir um álit á mikilvægi mismunandi þátta í umhverfis- og samfélagsmálum. Að auki voru möguleikar á opnum svörum þar sem íbúum gafst tækifæri til að tjá sig um ýmis mál.
Stefnt er að því að leggja könnun sem þessa fyrir íbúa Snæfellsness reglulega næstu ár. Niðurstöðurnar endurspegla að sjálfsögðu ekki álit samfélagsins í heild, en þær gefa stjórnendum sveitarfélaganna hugmynd um hvar úrbóta er þörf. Umhverfisvottunarverkefnið mun á næstu árum nýta þessi gögn við verkefnaval í framkvæmdaáætlun, val á fræðsluefni og við upplýsingagjöf. Þessari könnun fylgir einnig lærdómur sem við tökum með okkur í gerð þeirrar næstu.
Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér niðurstöðurnar. Allar ábendingar og spurningar eru vel þegnar á gudrun@nsv.is Sjá nánar í frétt á vef Umhverfisvottunar Snæfellsness